Spjallþræðir til að allir geti talað saman

Uppsetning og notkun spjallþráða er góð og skemmtileg leið til þess að viðhalda áhuga og umræðu í félögum og fyrirtækjum. Með því að tvinna spjallþræði saman við aðgangsstýringarkerfið er hægt að ákveða hver sér hvað og hver fær að segja hvað. Spjallþræðir eru nefnilega ólíkir Bloggi að því leyti að þátttakendur með skilgreind réttindi geta stofnað spjallþráð eða geta gert athugasemdir við spjallþræði. Með því að loka spjallþráðunum fyir félagsmenn eingöngu ert að opna kraftmikinn umræðuvettvang.

Auðvelt að setja reglur

Með vefumsjónarkerfinu er auðvelt er að setja reglur um það hver hefur aðgang að spjallþráðum og hver getur lesið tiltekna spjallþræði. Einnig er hægt að setja reglur um það hver getur tjáð sig um tiltekin málefni. Þessi réttindi eru veitt með skilgreiningu vefstjóra eða skilgreiningu umsjónarmanns spjallþráðanna. T.d. getur spjallrásin verið lokuð eða opin, hálf opin eða alveg lokuð fyrir félagsmenn eða hópa innan félagsinss. Sumir spjallþræðir geta líka verið opnir almenningi en aðrir ekki.

Lokað spjall

Spjallþræðir gera einstaklingum sem eru meðlimir vefsíðunnar kleyft að tala saman á vefnum um mikilvæg málefni félaga og fyrirtækja án þess að það komi fyrir augu allra. Þetta getur oft verið afar gagnlegt þegar taka þarf á viðkvæmum málum í lokuðum hópi. Innri málefni félaga eða fyrirtækja svo dæmi séu nefnd. T.d. kjarasamningar hjá félögum, siðareglur innan fjármálafyrirtækja, síðasta uppákoma á árshátíð hjá skólafélagi eða önnur málefni sem þarf að ræða í lokuðum hópi.

Spjallþræðir og vefsíður

Þar sem spjallþræðir (forum) hafa þá náttúru í netheimum að kalla fólk til sín aftur og aftur eru þeir kjörin leið til að viðhalda heimsóknum á vefsíðuna. Fólk fer inn á spjallþræði vegna áhuga á þeim málefnum sem fjallað er um. Ef spjallþræðirnir eru áhugaverðir og athugasemdirnar upplífgandi er líklegt að fólk vilji koma aftur þegar eitthvað krassandi er í gangi til þess að fylgjast með framvindunni. Ef að Jökull segir að kreppan sé fín en Bína gerir þá athugasemd að hún sé niðurdrepandi djöfull, er líklegt að áhugi vakni á spjallþræðinum. Ef þú ert á Facebook af þrótti og krafti er betra að beina allri þeirri vinnu að þínum eigin spjallþræði á þinni eigin vefsíðu og nota fésið til að auglýsa það sem þar er í gangi fremur ern að púla endalaust á vefsíðu í annarra eigu. Ekki vinna fyrir aðra heldur beina ávöxtum erfiðisins í þinn eigin vasa.

Spjallþræðir til að halda stemmingunni saman