Sérlausnir fyrir þá sem eru með sérþarfir

Þegar þú tekur ákvörðun um að setja upp vefsíðu er líklegt að þú hafir velt málinu fyrir þér um tíma. Þú ert að setja af stað viðskiptahugmynd eða styrkja stoðir viðskiptahugmyndar sem þú hleyptir af stokkunum fyrir nokkrum vikum eða mánuðum. Þú ert með ýmsar hugmyndir og ýmsar spuringar. Jafnvel þó að öflugt vefumsjónarkerfi eins og við bjóðum uppá hefur marga möguleika eins og listinn hérna til vinstri gefur til kynna er alltaf eitthvað sem er öðruvísi og kallar á sérsmíði.

Svigrúmið til að sérsmíða

Ein ástæðan fyrir því að vefhugbúnaðurinn og vefumsjónarkerfið er jafn útbreitt og raun ber vitni er sveigjanleikinn til að nota innbyggða módúla til sérsmíða. Hér getur verið um ýmiss konar skrár að ræða eins og t.d. greinar sem eru birtar með reglulegur millibili, starfsmannlisti, yfirlit yfir verk listamanna o.s.frv. Sérsmíði sem gerir notaandanum mögulegt að setja upp skráningarform þar sem sérhver grein, sérhver starfsmaður eða sérhvert verk hefur sinn stað.

Hvað getur verið í sérsmíði?

Möguleikarnir til þess að setja inn og halda utanum margs konar atriði eru nánast óendanlegir. T.d. er hægt að setja inn sérsmíðað form sem tekur til texta eins og heiti á verki, tegund og langan texta sem lýsir verkinu. Þá er hægt að setja inn margs konar dagssetningar frá ákveðinni dagsetningu til ákveðinnar dagsetningar. Hægt er að setja inn eins margar myndir og þú þarft á að halda eða kærir þig um. Einnig video og flash sem hluti af því sem þú ert að gera.

Birting sérsmíðinnar

Mikill sveigjanleiki er í birtingu sérsmíðaðra upplýsinga. T.d. er hægt að birta upplýsingarnar á ákveðinni síðu undir ákveðnum tengli. Á vefsíðunni Atvinnuhús var t.d. sérsmíðað form til að setja inn fasteignir fyrir atvinnuhúsnæði til sölu og atvinnuhúsnæði til leigu. Þó að fasteignir séu settar inn á síðuna með sama formi birtast þær á sitt hvori síðunni eftir því hvort þær eru til sölu eða leigu. Þá er einnig hægt að búa til lista sem birtist í dálkunum sitt hvoru megin eða sem lista með myndum eins og gert er á atvinnuhus.is. Þessi listi er auðvitað ekki tæmandi og er hægt að birta inntakið með ýmsum öðrum hætti.

Lítil takmörk þegar kemur að sérsmíði.

Vegna þess hversu sveigjanlegir við erum í uppsetningu og möguleikum eru lítil takmörk á sérsmíði. Nánast er hægt að gera flest sem fyrirtæki, félagasamtök, einstaklingar, listamenn og aðrir þeir sem þurfa að setja upp vefsíðu þurfa á að halda. Takmörkin eru nánast bundin við ímyndunaraflið eitt. Ef þú ert að velta fyrir þér hugmyndum og möguleikum sem þú vilt koma út á netið ættir þú að hafa samband við Baroninn vefsíðugerð og athuga möguleikana.

Þegar kemur að sérsmíði eru möguleikarnir hjá okkur sérlega áhugaverðir.