Fyrirspurnarform, eyðublöð og önnur gagnleg rafræn form

Viltu auðvelda þér lífið og nota rafræn form sem gestir vefsíðunnar fylla út sjálfir? Þarftu að láta senda þér atvinnuumsókn, eyðublað fyrir félagsaðild, umsókn um námskeið eða tilkynningu um þátttöku á ráðstefnu? Viltu að þeir sem fylla út formið fái sjálfkrafa senda staðfestingu í tölvupósti með öllum upplýsingum sem þeir settu inn í formið þegar þeir klára það? Viltu að vefsíðan sendi þér tilkynningu um leið og einhver fyllir út formið vefsíðunni þinni? Þarftu eitt form eða mörg sem biðja um mismunandi tegundir af upplýsingum?

Notaðu rafræn form til að afla upplýsinga

Eftir að Baroninn setur upp vefsíðu fyrir þig með ókeypis vefumsjónarkerfi getur þú sem vefstjóri eða aðrir sem fá til þess heimild, séð um að breyta eða setja inn ný form þegar á þarf að halda. Í Vefumsjónarkerfinu er auðvelt að setja upp rafræn form sem biðja um margs konar upplýsingar. Þú býrð líka til tengil á áberandi stað þannig að gestirnir rati með auðveldum hætti á formið. T.d. ef greiða þarf atkvæði um tiltekið atriði í kjarasamningum. Þá er hægt að skilyrða með einföldum hætti að aðeins ein tölva, ein IP tala, geti greitt atkvæði. Kerfið er þannig meira en vefumsjónarkerfi heldur má segja að það sé vefþróunartæki fyrir þá sem nýta það til hins ýtrasta.

Hvað er hægt að biðja um?

Þú getur með auðveldum hætti beðið um margs konar mikilvægar upplýsingar með rafræna forminu. Algengt er að biðja um nafn, netfang og síma eins og við gerum í okkar fyrirspurnarformi. En þessu til viðbótar er hægt að biðja um margs konar upplýsingar. T.d. er hægt að láta senda hvers konar skjöl með fyrirspurninni. Algeng skjöl eins og Word og PDF er gjarnan látin fylgja með rafrænu formi. Einnig er hægt að láta senda myndir og teikningar. Til að létta á innsláttarvinnunni er hægt að setja spurningar upp með möguleikum. Ennfremur er hægt að leyfa val á einum eða fleiri möguleikum eða aðeins einum möguleika. Rafræna formið frá okkur hefur verið notað til margs konar gagnlegra hluta, allt frá einföldum fyrirspurnum yfir í flóknar kannanir. Til þess að setja upp rafrænt form og nota það þarf ekki neina sérþekkingu.

Niðurstöður í lista eða texta

Niðurstöður rafrænna forma í vefumsjónarkerfinu skila sér til vefstjóra ásamt öllum þeim upplýsingum sem settar eru inn í formið í tölvupósti frá hverjum og einum þátttakanda. Þú sem vefstjóri getur síðan sótt allar upplýsingarnar og öll svörin af margs konar formi sem hentar þér eins og t.d. sem lista í Excel skjali. Skjali sem auðvelt er að vinna úr og flokka upplýsingarnar. Með þessum hætti er listinn, sem verður til á vefnum, orðinn hluti af upplýsingakerfi fyrirtækisins eða félagsins.

Líftími rafrænna forma

Í grunninn eru form sérlega þægileg leið til að safna margs konar upplýsingum sem fyrirtækið þitt eða félagið sem þú ert í forsvari fyrir þarf á að halda. T.d. er auðvelt að setja upp form sem ganga á vefsíðunni í langan tíma eða staldra stutt við á síðunni þinni. Þegar hlutverki þeirra er lokið eru þau tekin út.

Láttu fyrirspurnarform eða önnur rafræn form spara þér tíma og vinnu