Netverslun er mjög mikilvæg viðbót

Baroninn býður upp á eitt alvandaðasta og vinsælasta netverslunarkerfi á Íslandi í dag. Netverslun Barons hefur alla þá eiginleika sem netverslun þarf að uppfylla í dag.

Það er orðið ljóst að verslun á netinu er sífellt að aukast, og samkvæmt sérfræðingum í netnotkun og netmálum mun netverslun aukast verulega á næstu árum. Það er því síaukin krafa viðskiptavina að geta nálgast vörur, verð og þjónustu fyrirtækja á netinu, og Baroninn getur uppfyllt þessar kröfur fyrir fyrirtækið þitt.

Baroninn hefur smíðað fjölda netverslana, allt frá litlum verslunum upp í stór og flókin netverslunarkerfi.

Ef þú ert að leita að netverslunarkerfi fyrir þitt fyrirtæki þá þarftu ekki að leita frekar, Baroninn býður þér netverslunarkerfi þar sem þú getur sett inn vöruflokka, vörur að sjálfsögðu með nákvæmri lýsingu, stuttri lýsingu, vöruverði, myndum, vörunúmerum, afsláttarmiðum og fleira og fleira, skoðaðu sýnishorn af netverslunarkerfinu okkar hér.

Vörulistar til að kynna vörur, vöruflokka og vöruúrval

Ef fyrirtækið þitt er með mikið vöruúrval sem þarf að kynna á netinu ættir þú að skoða möguleikana í hjá okkur. Með vefsíðugerð frá Baroninn og vefumsjónarkerfinu er hægt að setja upp öflugt kerfi sem auðvelt er að uppfæra og flokka. Kerfi sem gerir þér kleift að gera breytingar og uppfærslur þegar þér hentar. Þá er auðvelt að setja vörulistann upp með þeim hætti sem hentar þér og þínu fyrirtæki.

Vöruflokkar

Eðlilega nægir ekki öllum að vera með einn lista yfir þær vörur sem fyrirtækið hefur á boðstólunum. Það getur verið nauðsynlegt að sýna vöruflokka. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki getur verið með heimilistæki en vill flokka þau niður í ísskápa, þvottavélar, þurrkara, hrærivélar o.s.frv. Þannig að viðskiptavinurinn geti nálgast það sem hann leitar að með auðveldum og þægilegum hætti.

Varan sjálf

Þegar viðskiptavinurinn hefur fundið það sem hann leitar að á netinu þarf hann að geta með einum smell fengið allar upplýsingar um vöruna sjálfa. Með þessum hætti gæti hann verið rúmlega hálfnaður í ákvörðun sinni um að kaupa þegar hann kemur í búðina. Láttu vefsíðuna spara tíma við afgreiðslu með því að hjálpa viðskiptavininum að taka ákvörðun.

Hafðu vald yfir vörulistanum

Með vefsíðugerð frá Baroninn vefumsjónarkerfinu færðu fullkomið vald yfir vörulistanum þínum. Með því að skrá þig inn getur þú gert allar þær viðbætur, lagfæringar, uppfærslur, myndbreytingar og almennar breytingar sem þú þarft. Með einum smell á músina eru breytingarnar komnar út á netið.

Haltu utanum vörurnar þínar á netinu