Myndaalbúm sem auðvelt er að skoða

Myndaalbúm er eitt af því sem gjarnan dregur gesti og notendur aftur og aftur að vefsíðunni. Myndir frá ferðum, árshátíðum, fundum og öðrum atburðum sem tengjast starfsemi fyrirtækis eða félags. Myndir á vefsíðu fyrirtækja og félaga er eitt af því sem þjappar fólki saman og myndar samstöðu og ánægju.

Auðvelt í notkun

Til þess að myndaalbúmið sé skilvirkt þarf að vera einfalt að setja inn myndir á auðveldan hátt. Sá sem hefur umsjón með myndum þarf að geta skráð sig inn og sett myndir inn strax eftir atburð. Þetta er nauðsynlegt til þess að myndaalbúmið sé í samræmi við þann hraða sem gildir í samskiptum á netinu. Þetta er mjög auðvelt í myndaalbúminu sem fylgir með vefsíðum frá Baroninum.

Settu upp myndaflokka

Myndaalbúmið sem við bjóðum með vefsíðum okkar er sérlega einfalt í notkun og er á færi allra sem hafa sæmilega tölvukunnáttu að setja inn myndir. Einnig er auðvelt er að búa til myndaflokka eins og t.d. Árshátíð 2009, Ferð í Landmannalaugar, Starfsmannaferð, Ganga á Fimmvörðuháls o.s.frv. Í dálknum hér til hægri er hægt að sjá uppsetningu á myndaflokkum og hversu auðvelt er að setja upp aðgang að hverjum flokki fyrir sig. Þá er hægt að setja leitarorð með hverri mynd. T.d. ganga, fundur, Siggi, Jóna, árshátíðir o.s.frv. Leitarorð sem auðvelda öllum að finna það sem þeir leita að.

Myndaalbúm sem samstöðuafl?

Myndagallerí er hluti af vefsíðu sem ætti að vera á topp tíu lista allra starfsmannastjóra og þeirra sem sinna samstöðumyndun á vinnustöðum. Myndagallerí getur verið öflugt samtöðuafl á vinnustað sem og í félagssamtökum. Myndagallerí getur bæði verið á vefsíðunni sjálfri sem og lokað á innri vef þar sem eingöngu starfsmenn hafa aðgang.