Innri vefur sem skilur milli gesta og innskráðra
Innri vefur er sá hluti vefsíðunnar sem aðeins innskráðir sjá og hafa aðgang að. Þess vegna er innri vefur óaðskiljanlegur hluti aðgangsstýrikerfisins. Innri vefur getur verið mjög einföld viðbót við vefsíðuna eins og t.d. aðgangur að félagaskrá eða verulega flókin hluti þar sem vefsíðunni er skipt í marga aðgangshluta. Þannig geta blogg, atburðadagatal, ýmiss gögn og heimild til að setja myndir inn á síðuna verið hluti af flóknum innri vef þar sem öllu er stýrt með aðgangsstýrinagkerfinu.
Hvernig getur þú notað innri vef til þess að efla vefsíðuna þína?
Innri vefur og aðgangsstýrinagkerfið eru tæki sem fylgja öllum vefsíðum frá Baroninn. T.d. er vefumsjónarkerfið sem fylgir uppsetningu ekkert annað en innri vefur. Það þarf að skrá sig inn og fá aðgang að vefumsjónarkerfinu sem vefstjóri. Þegar það er gert ertu komin inn á svæði sem aðrir hafa ekki aðgang að. Ef þú setur upp vefsíðu sem allir hafa aðgang að og ert síðan með vefumsjónarkerfi sem þú einn hefur aðgang að þá er hægt að búa til mörg stig þarna á milli. Ef þú ert með eitthvað sem gestir vefsíðunnar vilja sjá getur þú sett það inn á innri vef og gert þá kröfu að þeir skrái sig inn til þess að sjá það. Með þessu fyrirkomulagi getur þú safnað saman upplýsingum um viðskiptavin eða félagsmenn í félagi. Þú ert þannig að safna upplýsingum sem allir skrá inn sjálfir af frjálsum og fúsum vilja.
Þægilegt stjórntæki með áhugaverða möguleika
Innri vefur vefsíðu gefur þér í raun yfirgripsmikla möguleika. Þannig getur þú t.d. notað innri vef til þess að skilgreina aðgang að gagnasöfnum, vinnuplöggum, sameiginlegum myndum og margs konar upplýsingum. Til viðbótar er hægt að flokka innri vefi niður í svæði þar sem ákveðinn hópur hefur aðgang að tilteknum umræðuefnum á spjallþráðum eða bloggi, þar sem annar hópur hefur aðgang að ákveðnum gögnum og myndum o.s.frv. Með aðgangsstýringarkerfinu er í raun hægt að setja upp vef sem er sniðinn að notkun og þörfum eigandans. Félög geta lokað félagskránni innan vébanda félagsins, samtök geta lokað umræðum og bundið þær við meðlimi eingöngu, fyrirtæki geta safnað mikilvægum gögnum á einn stað þar sem allir eða hlut starfsmanna hefur aðgang og einstaklingar með vefsíðu geta gefið vinum sínum heimild til að skoða hluti sem aðrir fá ekki að sjá. Allt gert með uppsetningu á innri vef.
Hugmyndabanki á vinnustað
Með því að stilla spjallþræði og aðgangskerfi saman er hægt að setja upp lokaðar umræður á vinnustað þar sem viðfangsefnið er þróun hugmynda. Með þessum hætti er hægt að fá starfsfólk til að taka þátt í og móta hugmyndir að nýrri sókn, nýjum markaði, nýjum vinnuaðferðum eða nýjum leiðum í starfsmannahaldi. Samtvinnun innri vefja og aðgangsstillinga eru engin takmörk sett. Allt frá minni háttar tilkynningum yfir í umfangsmikla umræðu um nýja uppbyggingu.