Fréttakerfi til að segja fréttir af því sem máli skiptir

Fréttakerfi gagnast bæði stórum og smáum félögum sem og stórum og smáum fyrirtækjum. Fréttakerfið er sveigjanlegt og jafnframt þægileg leið til að endurnýja upplýsingar á vefnum með einföldum hætti. Sérstaklega þar sem auðvelt er að setja mynd með fréttinni og gefa henni þannig aukið vægi og líflegra yfirbragð. Þá getur þú með auðveldum hætti notað fréttakerfið fyrir almennar mikilvægar tilkynningar fyrir vefsíðuna þína.

Umsjón með fréttakerfinu

Umsjón með fréttum er á færi allra sem kunna á tölvu og fréttirnar er hægt að skrifa, laga og breyta hvenær sem er og hvar sem er þar sem innskráningar- og adminkerfið er á netsíðunni. Fréttakerfið er hluti af vefstjórnunarkerfinu sem gerir notandanum mögulegt að skrifa nýja frétt, leiðrétta fréttir, skipta um myndir, skrá nýja notendur og breyta notendum.

Vertu þinn eigin fréttastjóri

Ef þú ert að hugsa um vefsíðugerð fyrir félag eða fyrirtæki þá er vefsíða með fréttakerfi frá Baroninn sérlega hentugt fyrir þá sem þurfa að koma upplýsingum á framfæri. Mörg félög, fagfélög og áhugamannafélög, þurfa reglulega að koma fréttum af starfi félagsins á framfæri við félagsmenn með skjótum hætti.

Segðu þínar fréttir sjálfur og láttu fréttirnar þínar örva leitarvélarnar.